Þátturinn Sósíalískir femínistar er í umsjón Söru Stef Hildardóttur og Maríu Pétursdóttur. Í þættinum ræða þær við fólk um málefni líðandi stundar í ljósi feminískrar baráttu en feminísk barátta er í grunninn barátta allra undirskipaðra hópa sem reyna að lifa af í kapítalísku feðraveldi fyrr og nú.
Rótin er félag áhugakvenna og -kvára og beitir sér fyrir faglegri stefnumótun með skaðaminnkun, mannréttindi og áfalla- og kynjamiðaða þjónustu að leiðarljósi. Um helgina gerði talskona Rótarinnar alvarlegar athugasemdir við birtar húsreglur og nýja stjórn Dyngjunnar sem rekið hefur verið sem áfangaheimili fyrir konur sem eru að ljúka áfengis- og vímuefnameðferð. Við förum yfir málavöxtu og gagnrýni Kristínar á fyrirkomulag rekstur eins og Dyngjunnar.