Samstöðin

Fimmtudagur 14. ágúst - Málfrelsi, Alaska, ESB & eldislax, heilbrigðiskerfið og drykkja ungmenna

Episode Summary

Fimmtudagur 14. ágúst Málfrelsi & þjóðarmorð, Alaskafundur, ESB & eldislax, heilbrigðiskerfið og drykkja ungmenna Ingólfur Gíslason lektor við menntavísindasvið mótmælti fyrirlestri ísraelsk prófessors í Þjóðminjasafninu og hefur verið gagnrýndur fyrir það bæði úr háskólasamfélaginu og frá stuðningsmönnum Ísraelshers. Gunnar Smári ræðir við hann um þjóðarmorðið, málfrelsi, akademískt frelsi og borgaralega skyldu gagnvart þjóðarmorði. Gunnar Smári ræðir líka við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor um fund Pútín og Trump á morgun. Er fundurinn þegar sigur fyrir Pútin, er engin góð niðurstaða fyrir Trump og hvað vill Evrópa og Úkraína? María Lilja spyr almenning um afstöðu hans til umsóknar Íslands um aðild að ESB og strandeldis. Ragnheiður Davíðsdóttir tekur við Ólaf Sigurðsson, faðir uppkomins einhverfs/geðfatlaðs manns, en Ólafur hefur barist við kerfið í mörg ár til að fá þjónustu fyrir son sinn. Katrín Ella Jónsdóttir sálfræðingur og fagstjóri sálfélagslegu meðferðarinnar á Vogi ræðir vanda ungra notenda. Því yngri sem við erum þegar við hefjum neyslu alkóhóls því meiri líkur eru á vanda. Björn Þorláks ræðir við Katrínu.