Samstöðin

Fimmtudagur 18. september - Olíuleit, hervæðing Kína, fátækt fólk, erlendir nemar og ferðaþjónusta

Episode Summary

Fimmtudagur 18. september Olíuleit, hervæðing Kína, fátækt fólk, erlendir nemar og ferðaþjónusta Björg Eva Erlendsdóttir hjá Landvernd ræðir “bull” og stolin hugtök í umræðu um leit að olíu og gasi á Drekasvæðinu. Björn Þorláks ræðir við hana. Gunnar Smári ræðir við Ragnar Baldursson stjórnmálafræðing um herstyrk Kína og hvernig stjórnvöld þar meta hraða uppbyggingu hersins og hátæknilega hergagnaframleiðslu. Ragnheiður Davíðsdóttir ræðir við Guðnýju Helenu Guðjónsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og Ástu Aðalsteinsdóttur, öryrkja og einstæða móður. Maria Lilja fór og ræddi við stúdentahreyfingu nema af erl uppruna við Háskóla Íslands en greint hefur verið fra þvi að stor hópur sem hugði á nám þessa önn, komin hingað frá löndum utan Evrópu séu nú föst í bjúrókrasíu milli Háskólans og UTL. Rasimsi og mannréttindabrot myndu sumir segja. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri ræðir þá stöðu sem gæti komið upp ef flugferðir Play til og frá landsins leggjast af. Hann segir að áhrifin yrðu engan veginn nálægt þeim sem skala sem varð þegar Wow fór á hausinn. Björn Þorláks ræðir við Arnar Má um þetta mál og fleira sem tengist greininni.