Samstöðin

Fimmtudagur 6. nóvember - Jamaíka, reynsluboltar, kynlífsverkafólk, Birta og skotveiðimenn

Episode Summary

Fimmtudagur 6. nóvember Jamaíka, reynsluboltar, kynlífsverkafólk, Birta og skotveiðimenn Claudia A. Wilson segir Laufeyju Líndal frá eftirleik fellibylsins Melissu sem reið yfir eyjarnar í Karabíska hafinu í síðustu viku. Claudia ólst upp á eynni Jamaíku og segir okkur frá samfélaginu þar sem nú bíða ýmsar áskoranir. Bogi Ágústsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir ræða fréttir og tíðaranda líðandi stundar, efnahagsmál, trúverðugleika opinberra stofnana, umhverfismál, nýjan borgarstjóra í New York og fleira. Björn Þorláks hefur umsjón með þættinum. Ari Logn frá Rauðu regnhlífinni samtökum kynlífsverkafólks mætir til Maríu Lilju og fer yfir nýlega ráðstefnu um málefni fólks í kynlífsvinnu. Halldóra Kristin Guðjónsdóttir og Linda Sólveig Birgisdóttir fjalla um skyndilegan dauða sona sinna. Einnig segja þær frá Birtu, landssamtökum, sem halda utan um fólk sem lendir í skyndilegu fráfalli barna sinna en það er Ragnheiður Davíðsdóttir sem ræðir við þær. Skotveiðimenn ætla ekki að una aðgerðalaust úrskurði sem hefur leitt til lokunar skotsvæðis þeirra í Álfsnesi. Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís og Róbert Reynisson formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis ræða við Björn Þorláks.