Samstöðin

Frelsið er yndislegt #13 - Ungmenni í vanda - hvað er til ráða?

Episode Summary

Föstudagur 21. mars Frelsið er yndislegt #13 - Ungmenni í vanda - hvað er til ráða? Börn eru í dag neyðarvistuð í fangaklefum í Hafnarfirði. Umboðsmenn, bæði barna og Alþingis, hafa gert alvarlegar athugasemdir við slíkt fyrirkomulag (hvorugar þáðu þó boð Afstöðu um að mæta í þáttinn). Barnamálaráðherra hefur sagt að hætt verði að nota fangaklefa til að vista börn um mánaðamótin. Meðan á tökum þáttarins stóð tilkynnti ráðherra barnamála um afsögn sína. Gestir þáttarins eru Gudmundur Fylkisson, lögregluþjónn og Davíð Bergmann, unglingaráðgjafi hjá Fjölsmiðjunni. Stjórnendur þáttarins eru: Íris Ósk Ólafsdóttir og Guðmundur Ingi Þóroddsson. Hægt að ná sambandi við Afstöðu í síma 556-1900 og netfangið afstada@afstada.is. Lögfræðiaðstoð Afstöðu er í síma 666-1211.