Samstöðin

Frelsið er yndislegt - # 2 Hringiða neyslu, glæpa, fangelsa og heimilisleysis.

Episode Summary

Umræðuþáttur um fangelsismál og réttarvörslukerfið á breiðum grunni. Umsjón: Ásdís Birna Bjarkadóttir og Guðmundur Ingi Þóroddsson. Umræðuefni dagsins er hringiða neyslu, glæpa, fangelsa og heimilisleysis og eru gestir þáttarins að þessu sinni þau Jón Þór Kvaran, meðferðarfulltrúi Fangelsismálstofnunar með aðsetur á Litla hrauni, Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri í málefnum heimilislausra hjá Reykjavíkurborg og Ingi Þór Eyjólfsson, forstöðumaður Gistiskýlisins á Lindargötu í RVK.