Samstöðin

Mánudagur 29. september - Ritlaun, sýklasótt, stöðugleikaregla, MÍR, sniðganga og veðurfræði

Episode Summary

Mánudagur 29. september Ritlaun, sýklasótt, stöðugleikaregla, MÍR, sniðganga og veðurfræði Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og formaður Rithöfundasambandsins ræðir við Maríu Lilju um ritlaun en úthlutun þeirra hefur verið hávær í umræðu dagsins. Kristján Ingólfsson, eftirlaunamaður og fyrrum ráðgjafi segir Gunnari Smára frá fráfalli Eyglóar Svövu dóttur sinnar sem send var heim af bráðamóttöku þrátt fyrir að vera helsjúk af sýklasótt. Og Anna María Ingveldur Larsen mannfræðinemi segir jafnframt frá sambærilegri reynslu. Saga Guðmundsdóttir, aðalhagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga, útskýrir stöðugleikaregluna fyrir Gunnar Smára auk ýmissa annarra reglna. Sigurður Þórðarson, fyrrum stýrimaður, verslunarmaður og félagi MíR til 50 ára. Boðar í samtali við Maríu Lilju aðalfund fyrir hönd gamalla félaga. Staðið hefur styr um félagið en nú er von á sáttum. Ingólfur Gíslason, rektor á menntavísindasviði HÍ skipuleggur ný skref í sniðgöngu vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Björn Þorláks ræðir við Ingólf. Mun gervigreindin úrtrýma stétt veðurfræðinga í framtíðinni? Björn Þorláks ræðir við Sigga storm.