Samstöðin

Miðvikudagur 17. september - Niðurskurður, RÚV, fæðingatíðni, Lína og öfga kristni

Episode Summary

Miðvikudagur 17. september Niðurskurður, RÚV, fæðingatíðni, Lína og öfga kristni Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Halla Gunnarsdóttir formaður VR ræða við Gunnar Smára um gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Fréttaflutningur Ríkisútvarpsins af Gaza mun nú breytast frá því sem verið hefur í samræmi við viðurkennt þjóðarmorð Ísraela samkvæmt undirstofnun Sameinuðu þjóðanna að sögn útvarpsstjóra. Björn Þorláks ræðir við Stefán Eiríksson á gagnrýnum nótum. Ásdís A. Arnalds, lektor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Ari Klængur Jónsson, verkefnisstjóri við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Sunna Símonardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri ræða við Gunnar Smára um lækkandi fæðingartíðni, valið barnleysi og áhrif ríkisvaldsins á barneignarvilja. Gunnar Smári ræðir við stelpur á aldri við Línu langsokk um hver Lína er og hvaða erindi hún á við samtímann. Jónína María Jónsdóttir, Mía Snæfríður Ólafsdóttir, Ingibjörg Lóa Auðar Héðinsdóttir, Silfa Dögg Unnardóttir Einarsdóttir og Mía Þórhildur Bragadóttir mæta að Rauða borðinu og ræða það sem mestu skiptir í frelsisbaráttu barna. Skúli S. Ólafsson prestur í Neskirkju og Bjarni Randver Sigurvinsson trúar- og guðfræðingur ræða við Gunnar Smára um kristnina sem voru grundvöllur hugmyndabaráttu Charlie Kirk og er öflugt politískt afl í Bandaríkjunum.