Miðvikudagur 17. september Niðurskurður, RÚV, fæðingatíðni, Lína og öfga kristni Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Halla Gunnarsdóttir formaður VR ræða við Gunnar Smára um gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Fréttaflutningur Ríkisútvarpsins af Gaza mun nú breytast frá því sem verið hefur í samræmi við viðurkennt þjóðarmorð Ísraela samkvæmt undirstofnun Sameinuðu þjóðanna að sögn útvarpsstjóra. Björn Þorláks ræðir við Stefán Eiríksson á gagnrýnum nótum. Ásdís A. Arnalds, lektor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Ari Klængur Jónsson, verkefnisstjóri við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Sunna Símonardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri ræða við Gunnar Smára um lækkandi fæðingartíðni, valið barnleysi og áhrif ríkisvaldsins á barneignarvilja. Gunnar Smári ræðir við stelpur á aldri við Línu langsokk um hver Lína er og hvaða erindi hún á við samtímann. Jónína María Jónsdóttir, Mía Snæfríður Ólafsdóttir, Ingibjörg Lóa Auðar Héðinsdóttir, Silfa Dögg Unnardóttir Einarsdóttir og Mía Þórhildur Bragadóttir mæta að Rauða borðinu og ræða það sem mestu skiptir í frelsisbaráttu barna. Skúli S. Ólafsson prestur í Neskirkju og Bjarni Randver Sigurvinsson trúar- og guðfræðingur ræða við Gunnar Smára um kristnina sem voru grundvöllur hugmyndabaráttu Charlie Kirk og er öflugt politískt afl í Bandaríkjunum.