Samstöðin

Raddir 2. þáttur - Húsnæðismál og félagslegt réttlæti

Episode Summary

Miðvikudagur 15. október Raddir 2. þáttur - Húsnæðismál og félagslegt réttlæti Í nýjum þætti Radda ræðum við húsnæðismál, eitt af stærstu velferðarmálum samtímans. Standa sveitarfélög og ríki við skyldur sínar samkvæmt lögum um félagsþjónustu nr. 40/1991 um að tryggja fólki viðunandi húsnæði? Er rétt að húsnæði sé markaðsvara, eða ætti það að vera mannréttindi? Gæti lausn eins og einangrunarhús eða smáhýsi hjálpað til við að mæta húsnæðisþörf til skemmri tíma? Gestur þáttarins er Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, sem deilir af reynslu og sýn á hvernig tryggja megi öryggi, stöðugleika og réttlæti á húsnæðismarkaði.