Mánudagur 10. nóvember Hatursofbeldi, tónlistatöfrar, skítamix, Katla og helgimyndir Margrét Valdimarsdóttir dr. í afbrotafræðum og dósent félagsfræði við HÍ fjallar um rannsóknarverkefni á hatursofbeldi ungs fólks í Reykjavík og afsögn lögreglustjóra. María Lilja ræðir við hana. Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Magnea Tómasdóttir söngkona og tónlistarkenni ræða þau kraftaverk sem tónlist hefur á mannsheilann - ekki síst þegar þegar heilsan bilar. Björn Þorláks ræðir við þær. Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir segja Gunnari Smára frá leikritinu sem þær hafa samið og sett upp um sjálfan sig, hljómsveitina sína, æskuna, bugunina, umsókn um styrk, Jesúskomplex og margt fleira. Katla og máttur þeirrar miklu eldstöðvar hefur orðið Þóri Kjartanssyni ljósmyndara hugstæð. Hann býr í Vík og varar við skipulagi íbúðabyggðar í Vík með liti til náttúruhamfarahættu. Hann hefur undanfarið birt myndbönd með ýmsum fróðleik. Björn Þorláks ræðir við Þóri. Sigurjón Árni Eyjólfsson, tvöfaldur doktor í guðfræði, lauk nýverið meistaranámi í listfræði og skrifaði þar um abstrakmálverkið á 20. öld, meðal annars út frá helgimyndum fyrri tíma en líka stórveldapólitík kalda stríðsins.