Rauða borðið 11. nóvember 2025 Vaxtasturlun, alþjóðamál, Grænland og ritlist Hver eru viðbrögð Neytendasamtakanna við viðbrögðum bankanna hvað varðar húsnæðislán í kjölfar dóms um vexti í Hæstarétti? Breki Karlsson leggur spilin á borðið í samtali við Björn Þorláks. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir heimsókn Orban Ungverjaforseta til Trump í Washington og aðrar sviptingar í heimsmálunum í samtali við Gunnar Smára. Valur Gunnarsson sagnfræðingur segir Gunnari Smára frá leyndardóminum um örlög og endalok byggðar norrænna manna á Grænlandi. Ágúst Guðmundsson, höfundur bíómyndanna Með allt á hreinu, Útlaginn og Land og synir, meðal annars, hefur skrifað nýja skáldsögu, Lúx. Hann ræðir bókina, Hrunið og ferilinn við Björn Þorláks.