Samstöðin

Rauða borðið, 12. des - Fíklar, Úkraína, Grindavík, borgir og skólinn okkar

Episode Summary

Þriðjudagurinn 12. desember Fíklar, Úkraína, Grindavík, borgir og skólinn okkar Við ræðum við fíkla og aðstandendur þeirra um undirheimanna og lítið aðgengi fíkla að heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þröstur Ólafsson, Hilma Dögg Hávarðardóttir og Halla Björg Albertsdóttir segja okkur frá sinni reynslu. Við ræðum við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor um Úkraínu, minnkandi stuðning og verri stöðu á vígvellinum. Feðgarnir Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Einar Hannes Harðarson formaður Sjómannafélags Grindavíkur koma til okkar og fara yfir stöðu fólks á flótta undan náttúruöflunum. Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur segir okkur frá hugmyndum fólks um hina góðu borg. Og þá illu. Í lokin kemur Björn Pétursson fyrrum skólastjóri Melaskóla að rauða borðinu og segir okkur frá því hvernig hann myndi vilja byggja upp skólakerfið.