Fimmtudagur 13. nóvember Háskólafólk, reynsluboltar, blindrasýn og Gunnar Gunnars Gauti Kristmannsson prófessor í þýðingafræðum og deildarforseti íslensku og menningardeildar og Brynja Elísabeth Halldórsdóttir Gudjonsson dósent í gagnrýnum menntunarfræðum bæði við Háskóla Íslands ræða við Maríu Lilju um fyrirhugaðar breytingar á dvalarleyfum til nema utan Evrópu. Styr hefur staðið um fullyrðingar dómsmálaráðherra þess eðlis að nemendur frá Pakistan, Nígeríu og Ghana misnoti háskólana til að fá dvalarleyfi hér á landi. Háskólafólk kannast hreint ekki við slík athæfi. Reynsluboltarnir Ólafur Arnarson, Páll Ásgeir Ásgeirsson og Steingerður Steinarsdóttir ræða mál sem hæst fer í þjóðmálum og fréttum þennan daginn. Þau eru öll blaðamenn. Björn Þorláks hefur umsjón með umræðunni. Brynja Arthúrsdóttir og Halldór Sævar Guðbergsson ræða um reynslu sína við Ragnheiði Davíðsdóttur en þau eru bæði alblind. Saga Gunnars Gunnarssonar rithöfunar Aðventa verður lesin upp á fjölda tungumála og ævistarfi hans fagnað. Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður og Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur ræða við Björn Þorláks um arfleifð Gunnars og sviðsljós líðandi stundar.