Samstöðin

Rauða borðið 13. okt - Mataræði barna, ferðaþjónusta á villigötum, ástin, byggðamál og agi í skólum

Episode Summary

Mánudagur 13. október Mataræði barna, ferðaþjónusta á villigötum, ástin, byggðamál og agi í skólum Við hefjum leik á umræðu sem spyr stórra spurninga hvort við séum að leita langt fyrir skammt þegar við leitum lausna við gríðarlegu lyfjaáti barna og ungmenna og vondri andlegri heilsu ungs fólks sem kostað hefur sjö hundruð mannslíf á einum áratug. Vigdís M. Jónsdóttir sálfræðingur vill beina sjónum að mataræðinu umfram annað. Hún segir brýnt að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum eiginlega frá grunni. Björn Þorláks ræðir við hana. Katrín Anna Lund, mannfræðingur og prófessor í land- og ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, ræðir við Gunnar Smára um ferðaþjónustu á villugötum, hvort gróðasókn fárra hafi ráðið of miklu í þróun ferðamennsku á Íslandi. Brynja Elísabeth Halldórsdóttir dósent í gagnrýnum menntunarfræðum við HÍ segir Gunnari Smára frá bókinni Allt um ástina eftir bell hooks sem Hið íslenska bókmenntafélag gefur út. Þurfum við að rækta ástina og læra að nota hana til að bjarga heiminum? Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps ræðir breytta stöðu byggðamála. Mikill vöxtur hefur orðið á Suðurlandi og austur að Vatnajökli og því fylgja mikil tækifæri en einnig áskoranir. Það er löngu liðin tíð að Reykjavíkursvæðið bólgni út á kostnað landsbyggðanna. Við endum þáttinn á viðtali við gamlan skólamann. Eiríkur Jónsson, fyrrum formaður Kennarasambands Íslands, ræðir álitamál og áskoranir sem blasa við í kennslustarfi. Hann ber saman tímana tvenna og ólíkan aga hér á landi í skólastofum og í samanburðarlöndum.