Þriðjudagur 14. október Biskup Íslands, þúsund ára ríkið, skipulögð glæpastarfsemi og nýtt lífsskoðunarfélag Við hefjum leik á samtali við Guðrúnu Karls Helgudóttir biskup. Ár er liðið síðan hún var vígð í embættið. Hún segist bjartsýn á frið í heiminum þótt tímarnir séu viðsjárverðari en um langt skeið. Hún segist hafa þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hún ákvað að blanda sér í umræðuna eftir alræmdan Kastljóssþátt á dögunum þar sem vegið var að minnihlutahópum. Björn Þorláks ræðir við biskup. Fjallað verður um skipulagða glæpastarfsemi. Svala Ísfeld Ólafsdóttir lögfræðingur og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands ræða við Gunnar Smára um rót skipulagðrar glæpastarfsemi og þróun á Íslandi. Hvað stjórnvöld gera og hvað stjórnvöld gætu gert til að sporna við henni. Bjarni Randver Sigurvinsson trúarbragða- og guðfræðingur ræðir við Gunnar Smára hugmynd þjóðernissinnaða hvíta evangelíska kirkju um þúsund ára ríkið og hvaða áhrif hún hefur á pólitík í Bandaríkjunum og víðar. Svanur Sigurbjörnsson læknir er nú í hléi frá lækningum til að stofna nýtt lífsskoðunarfélag. Viðhorf hans um lífið og tilveruna fóru fyrst að breytast eftir árásina á Tvíburaturnana í New York. Björn Þorláks ræðir við Svan.