Samstöðin

Rauða borðið 16. okt - Neytendur, heimsmálin, heimildamynd, Rauði þráðurinn og siðlaus áfengissala

Episode Summary

Fimmtudagur 16. október Neytendaógnir, heimsmálin, ný heimildamynd, Rauði þráðurinn og siðlaus áfengissala Við hefjum leik á neytendamálum og nokkuð óvæntum snúningi á dómi Hæstaréttar í vaxtamálinu fyrr í vikunni. Arion banki hótar auknum vaxtaálögum á lántakendur vegna dómsins. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum segir í viðtali við Björn Þorláks að um grafalvarlega og mögulega ólöglega merkjasendingu sé að ræða milli bankanna. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir heimsmálin í samtali við Gunnar Smára, stóraukin útgjöld Natóríkjanna til hermála og breytta heimskipan í margpóla heimi. Yrsa Roca Fannberg leikstjóri og Elín Agla Briem handritshöfundur ræða við Gunnar Smára um heimildarmyndina Jörðin undir fótum okkar, sem fjallar um ellina og lífið, bregður upp svipmyndum af lífi fólks á elliheimilinu Grund. Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður, ráðherra og formaður BSRB, reynir að finna rauða þráðinn í samræðu við Gunnar Smára, hver sé staða sósíalisma, stéttarbaráttu og vinstris í okkar heimshluta. Aðildarfélög UMFÍ íhuga að bæta fjárhag með sölu áfengis á íþróttaviðburðum. Forvarnafulltrúinn Árni Guðmundsson varar mjög við öfugþróun sem virðist eiga sér stað varðandi börn, áfengi og íþróttir. Björn Þorláks ræðir við Árna.