Samstöðin

Rauða borðið 19. ágúst - Úkraína, þjóðarmorð, transfréttir, Austur-Asía og grasalækningar

Episode Summary

Þriðjudagur 19. ágúst Úkraína, þjóðarmorð, transfréttir, Austur-Asía og grasalækningar Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir fund þjóðarleiðtoga í Washington við Gunnar Smára. Erum við nær friðarsamningum eða kannski jafn fjarri þeim og hingað til? Guðný Gústafsdóttir starfsmaður Félagsvísindastofnunar, Ólafur Ingólfsson jarðfræðingur og Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður ræða við Gunnar Smára um skyldur almennra borgara gagnvart þjóðarmorði. Arna Magnea Danks segir Maríu Lilju transfréttir og fréttir af annarri mannréttindabaráttu í háskalegum heimi. Jón Egill Eyþórsson doktorsnemi í kínverskri heimspeki og sjálfstætt starfandi fræðimaður ræðir við Gunnar Smára um Kína, Kóreu og Japan. Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir og Ingibjörg Birna Ólafsdóttir viðskiptafræðingur segja Gunnari Smára frá Lífgrösum, grasalækningum, þróunarhjálp og mætti kvenna.