Samstöðin

Rauða borðið 19. sept - Kvenfrumkvöðlar, orkuokur, foreldrar og börn, félagslegir töfrar og lífsleikni

Episode Summary

Fimmtudagurinn 19. september Kvenfrumkvöðlar, orkuokur, foreldrar og börn, félagslegir töfrar og lífsleikni Verðlaunakvenfrumkvöðlar setjast með Oddnýju Eir Ævarsdóttur og ræða sín afrek og stöðu kvenna: Heiðdís Einarsdóttir, Elinóra Inga Sigurðardóttir, Hraundís Guðmundsdóttir og Björg Árnadóttir. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræðir um hækkun á orkuverði, rukkanir fyrir bílastæði, vöruskerðingu og önnur neytendamál. Ársæll Arnarsson prófessor í sálfræði ræðir uppeldi og samskipti foreldra við börn og Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði um hvað beri að gera til að endurvefa félagslegt net samfélagsins. Í lokin ræðir Róbert Jack heimspekingur um vanda skólakerfisins, um sjálfsstjórn, lífsleikni og tjáningu tilfinninga.