Samstöðin

Rauða borðið 2. okt - Kynjafræði, leikhús. fjölmiðlaógn, Kína og klassíkin

Episode Summary

Fimmtudagur 2. október Kynjafræði, leikhús. fjölmiðlaógn, Kína og klassíkin Hanna Björg Viljhjálmsdóttir, kynjafræðingur og Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur ræða um bakslag og kynjafræði í skólum. Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri og leikararnir Hildur Vala Baldursdóttir, Mikael Kaaber, Margrét Eir Hönnudóttir og Ernesto Camilo Valdes segja Gunnari Smára frá ást og sorg fólksins í Rauðu myllunni í París fyrir rúmri öld og hvers vegna sú saga á erindi við okkur í dag. Elva Ýr Gylfadóttir hjá Fjölmiðlanefnd ræðir ógnir og undirróður erlendra ríkja og hvers ber að gæta í heimi fjölmiðlanna í þeim efnum. Björn Þorláks ræðir við hana. Ragnar Baldursson stjórnmálafræðingur heldur áfram að segja okkur frá Kína í samtali við Gunnar Smára. Nú horfir hann á áhrif Konfúsíusar á kínverska menningu, stjórnmál og stöðu Kína í heiminum. Guðni Tómasson framkvæmdastjóri Sinfóníunnar og Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu ræða meðal annars Víking Heiðar og áhrif hans og fleiri frumkvöðla á tónlistina í spjalli við Gunnar Smára og tónlistarnemann Sól Björnsdóttur.