Mánudagur 20. október Sundabraut, umhverfismál, flóttafólk, fjölmiðlar og transréttindi Gauti Kristmannsson prófessor og varaformaður Íbúafélags Laugardals og Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur og íbúi í Grafarvogi ræða við Maríu Lilju um áætlun vegagerðarinnar um að gera sundabraut að brú og áhrifin sem það kann að valda til framtíðar. Hallgrímur Óskarsson hjá Carbon Iceland og Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar ræða vindorku og umhverfismál í þröngu og víðu samhengi. Björn Þorláks ræðir við þau. Málþing fór fram á vegum Landverndar um helgina þar sem rætt var m.a. um vísindaleg og pólitísk rök hvað varðar víðerni landsins og fleira. Sema Erla Serdarouglu, ræðir við Maríu Lilju um fyrirætlanir yfirvalda í málefnum flóttafólks og fangabúðir fyrir flóttafólk þar sem vista megi börn án dóms og laga. Óbreytt ástand í fjölmiðlaumhverfinu gengur ekki, gera þarf róttækar breytingar á Ríkisútvarpinu. Þetta segir Óðinn Jónsson blaðamaður og fyrrum fréttastjóri Rúv. Hann varar við blöndun almannatengla og blaðamanna en ný deild hefur verið stofnuð innan Blaðamannafélags Íslands með almannatenglum. Arna Magnea Danks, sérlegur fréttaritari mannréttinda á Samstöðinni ræðir við Maríu Lilju um áróðursherferð Samtaka 22 sem beinist gegn transfólki og leitast þær við að setja málin í stærra samhengi við bakslag í réttindarbaráttu minnihlutahópa annars staðar á vesturlöndum.