Samstöðin

Rauða borðið 21. ágúst - Gaza, Vonarbrú, mænuskaði, konur og örorka og gervigreind

Episode Summary

Fimmtudagur 21. ágúst Gaza, Vonarbrú, mænuskaði, konur og örorka og gervigreind María Lilja ræðir við Katrínu Harðardóttur, þýðanda, um ástandið á Gaza í ljósi nýjustu fregna af þjóðarmorðinu. Katrín er í daglegum samskiptum við einstaklinga í austanverðri Gazaborg hvar ástandið tók að versna og árásum fjölga sem aldrei fyrr í morgun. Fólkið hennar á svæðinu tók upp stutt myndskeið af aðstæðum. Þá fáum við Hlyn Má Ragnheiðarson, nema og sjálfboðaliða til að segja okkur hvernig einstaklingar á Íslandi geta auðveldlega borið sig að við að styðja fólkið á Gaza. Ragnheiður Davíðsdóttir ræðir við Auði Guðjónsdóttur, móðir ungrar konu sem lenti í alvarlegu umferðarslysi árið 1988, um áhrif slyssins og afleiðinga þess á líf fjölskyldunnar. Þórdís Bjarnleifsdóttir, félagsráðgjafi og öryrki ræðir skýrslu félagsvísindastofnunar sem kynnt var í gær um örorkulífeyrisþega. Í ljós kom að konur á miðjum aldri. Þorsteinn Siglaugsson heimspekingur og hagfræðingur ræðir við Gunnar Smára um gervigreind og hvaða áhrif hún getur haft á vitund okkar, heimsmynd og sjálfsmynd.