Samstöðin

Rauða borðið 25. nóv - Úkraína, rakari, höfundur og listarými

Episode Summary

Þriðjudagur 25. nóvember Úkraína, rakari, höfundur og listarými Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um tillögupunkta Donald Trump sem hann telur að geti stöðvað stríðið í Úkraínu. Er það raunhæft? Þorberg Ólafsson hefur klippt og rakað í heil 60 ár og er enn að. Hann fer yfir feril sinn og breytingar sem orðið hafa. Þá verða tengslin sem skapast oft milli hárskera og kúnna til umræðu í samtali Þorbergs við Björn Þorláks. Katrín Júlíusdóttir var eitt sinn ráðherra en hún er líka rithöfundur og fagnar útkomu nýrrar bókar þessa dagana. Í samtali við Björn Þorláks lýsir Katrín kúnstinni að lifa og skrifa. Katrin Inga Jónsdóttir-Hjördísardóttir, listamaður og forsvarsmaður Fyrirbæris og Magnús Ebbi Ólafsson, tónlistarmaður og forsvarsmaður fyrir TÞM ræða við Maríu Lilju um list í borgarrýminu og mikilvægi þess að hafa afdrep fyrir skapandi fólk.