Samstöðin

Rauða borðið 29. ágúst - Umpólun hægrisins, Gaza, einmanaleiki, karlmennska og gleymd bók

Episode Summary

Fimmtudagurinn 29. ágúst Umpólun hægrisins, Gaza, einmanaleiki, karlmennska og gleymd bók Eiríkur Bergmann prófessor ræðir um þau sögulegu tíðindi sem urðu í vikunni, þegar Miðflokkurinn mældist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í könnun Maskínu. Magga Stína segir fréttir frá Gaza og séra Bjarni Karlsson, prestur og guðfræðingur hjá sálgæslu- og sálfræðistofunni Haf, ræðir um einmanaleika. Rúnar Helgi Vignisson prófessor í ritlist skrifar um vanda karla á tímum upprisu kvenna í bókinni Þú ringlaði karlmaður. Hann ræðir efni hennar við Björn Þorláksson. Lena Rohrbach prófessor í norrænum fræðum í Basel og Zurich, Aðalheiður Guðmundsdóttir prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda og Jón Karl Helgason prófessor í íslensku og menningardeild Háskólans ræða um Eirík Laxdal og velta fyrir sér hvort þær séu fyrstu íslensku skáldsögurnar.