Samstöðin

Rauða borðið 29. okt - Húsnæðismál, beittir pistlar, Trumptíminn, reynsluboltar og dauðinn

Episode Summary

Miðvikudagur 29. október Húsnæðismál, beittir pistlar, Trumptíminn, reynsluboltar og dauðinn Breki Karlsson ræðir húsnæðismálin, grun um samráð í sorpþjónustu og fleiri mál sem brenna á landsmönnum í viðtali við Björn Þorláks. Felst einhver spenna – jafnvel háski – í því að vera borgaraleg kona en skrifar beitta pistla og gagnrýna um þjóðmál, stundum svo svíður undan? Sif Sigmarsdóttir rithöfundur og pistlahöfundur svarar þeirri spurningu í samtali við Björn Þorláks. Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur og Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi ræða við Gunnar Smára um Trump og áhrif hans á bandarískt samfélag. Hávaxtastefnan, húsnæðisvandi, stóriðjan, vægi atkvæða, yfirlöggan, snjórinn og fleiri mál verða til umræðu hjá reynsluboltunum sem Björn Þorláks ræðir við: Ólafi Þ. Harðarsyni, Oddnýju Harðardóttur og Steingerði Steinarsdóttur. Sigrún Alba Sigurðardóttir doktorsnemi ræðir við Gunnar Smára um reynslu uppkominna barna af veikindum og dauða aldraðra foreldra, en hún skrifaði bókina Þegar mamma mín.