Mánudagur 3. nóvember RÚV, húsnæðismál, Súdan og menntun Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar Rúv, segir í samtali við Björn Þorláks að tekið verði upp aðhald hjá Ríkisútvarpinu til að stöðva hallarekstur. Skilja má á máli hans að eitthvað verði um uppsagnir. Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS ræðir áhrif húsnæðisaðgerðapakka ríkisstjórnarinnar á leigjendur við Maríu Lilju. Páll Ásgeir Davíðsson lögfræðingur hefur starfað fyrir alþjóðastofnanir víða, meðal annars í Súdan. Hann segir Gunnari Smára frá mannúðarkrísunni þar. Arna Magnea Danks, leikkona og kennari ræðir við Maríu Lilju um skóla án aðgreiningar, pisa-kannanir og sitthvað um vókið.