Þriðjudagur 4. nóvember New York, kynfræðsla í kirkjum, ástin, stóriðja og gölluð hús Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir stjórnmálafræðingur, ráðgjafi og aðjunkt á Bifrösty ræðir um borgarstjórnarkosningar í New York við Gunnar Smára þar sem kannanir benda til að Zohran Mamdani, yfirlýstur sósíalisti, verði kjörinn borgarstjóri. Skúli S. Ólafsson prestur í Neskirkju og Bjarni Karlsson prestur siðfræðingur á sálgæslustofunni Hafi ræða við Gunnar Smára um kynfræðslu í fermingarfræðslu, dýrðarljómann og holdið. Leikararnir Kristín Þorsteinsdóttir, Heiðdís Hlynsdóttir og Rakel Ýr Stefánsdóttir, María Ellingsen leikstjóri og Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri Tjarnarbíós ræða um Jónsmessunæturdraum eftir Shakespeare sem sýndur er í Tjarnarbíói. Þórólfur Matthíasson, doktor í hagfræði og prófessor emeritus við HÍ, hefur oft þorað að leggja fram rök, sem valdamiklar blokkir í samfélaginu hafa hafið herferð gegn. Í samtali við Björn Þorláks ræðir hann Grundartanga, stöðu stóriðju, hávaxtastefnuna, kjarasamninga og fleira. Stefán Hrafn Jónsson prófessor í félagsfræði ræðir um galla nýjum húsum við Gunnar Smára, en rannsókn hans bendir til að galli sé í miklum meirihluta nýrra húsa og mikill og kostnaðarsamur í mjög mörgum.