Miðvikudagur 5. nóvember Trump/Mamdani, lögreglubrot, gervigreind, réttur settur og börn Sagnfræðingarnir Guðmundur Hálfdanarson og Sveinn Máni Jóhannesson fara yfir pólitíska sviðið í Bandaríkjunum með Gunnari Smára eftir sigur Demókrata í öllu því sem kosið var um, ekki síst góðan sigur Zohran Mamdani verðandi borgarstjóra í New York. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, Eva Hauksdóttir, lögmaður og Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við HÍ ræða við Maríu Lilju um hvað gerist þegar lögreglan brýtur lög. Þórhallur Magnússon rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands ræðir gervigreindina við Björn Þorláks. Gísli Tryggvason lögmaður mætir sem áður til Björns Þorlákssonar til að ræða sérstaklega lagaleg álitaefni tengd fréttum líðandi stundar. Formaður SAMFÉS, Valgeir Þór Jakobsson lýsir reynsluheimi unglinga í félagsmiðstöðvunum í samtali við Björn Þorláks og ræðir vímuefna forvarnir.