Samstöðin

Rauða borðið 6. ágúst - Spilling, vinstrið, ferðamenn, okur og hinsegin

Episode Summary

Miðvikudagur 6. ágúst Spilling, vinstrið, ferðamenn, okur og hinsegin Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, blaðamaður á Víkurfréttum, ræðir tengslaspillingu við eftirlit og öryggi í eftirmálum Grindavíkurhamfara. Hann segir í viðtali við Björn Þorláks að tilteknir aðilar hafi hagsmuni af því að maka krókinn fjárhagslega. Drífa Snædal talskona Stígamóta, fyrrum forseti Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóri Vg ræðir við Gunnar Smára um stöðu vinstrisins og sósíalismans á Íslandi og í okkar heimshluta. María Lilja tekur púlsinn á almenningi, hvort fólk hafi fengið nóg af túrismanum. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum ræðir nýtt álitamál við gjaldtöku á bílastæðum, vaxtamun banka og hvers vegna sterkt gengi krónunnar gagnvart dollar skilar sér ekki til íslenskra heimila. Björn Þorláks ræðir við Breka. Ugla Stefanía Kristjönudóttir og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ræða við Maríu Lilju um menningarátök, pólitík og mannréttindi mtt hinseginleikans en hinsegindagar voru settir formlega í dag.