Þriðjudagur 7. október Leikskólar, börn, friður, heimsvaldastefna og sólarorka Haraldur F. Gíslason, formaður félags leikskólakennara, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræða við Gunnar Smára um leikskólakerfið og deilurnar sem hafa magnast upp vegna tillagna meirihlutans í Reykjavík að draga úr opnunartíma. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir margt að varast fyrir börn og og ungmenni í samtímanum. Fíknir og Internetið eru þar á meðal. Björn Þorláks ræðir við Salvöru. Sagnfræðingur í stjórn Samtaka hernaðarandstæðinga, Stefán Pálsson, fer yfir samtímann í samtali við Björn Þorláks. Hann sér enga ástæðu til að Íslendingar vopnvæðist og varar við stríðsæsingi. Ragnar Baldursson stjórnmálafræðingur og sérfræðingur um Kína ræðir um heimsvaldastefnu Vesturlanda við Gunnar Smára og hvernig rekja má rætur hennar til víkinga. Sólarorka er framtíðin og varasamt er að einblína á síaukna orkuframleiðslu hér á landi í tengslum við orkuskipti. Þetta segir Geir Guðmundsson verkfræðingur. Björn Þorláks ræðir við hann.