Samstöðin

Rauða borðið - Biðlistar, Úkraína, Frakkland og blessuð sagan

Episode Summary

Þriðjudagurinn 18. júní Biðlistar, Úkraína, Frakkland og blessuð sagan Hólmsteinn Bjarni Birgisson húsamálari segir okkur frá reynslu sinni af biðlistum eftir sérfræðilæknum. Tjörvi Schiöth doktorsnemi í sagnfræði segir okkur frá varnarsamningi Íslands og Úkraínu, stöðunni á vígvellinum og friðarsamningum. Torfi H. Tulinius prófessor ræðir um pólitíska upplausn í Frakklandi. Sigurður Gylfi Magnusson prófessor segir okkur frá hinni stórkostlegu ritröð: Sýnishorn íslenskrar alþýðumenningar, þar sem lesa má um persónur sögunnar sem ekki sjást í öðrum sögum.