Samstöðin

Rauða borðið - framlenging: Heimsveldaátök

Episode Summary

Þriðjudagurinn 15. ágúst Við ræðum við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor um ólíka afstöðu Víetnam og Úkraínu í veröld sem stórveldin vilja stjórna. Hvor leiðin er heillavænlegri, varkár sigling Víetnama milli stórveldanna eða ákafi Úkraínu í að tengjast öðru hvoru liðinu. Við ræðum einnig vöxt Kína og hlutverk þess í breyttri heimsmynd, kalt stríð milli stórveldanna og McCarthyismann sem fylgir slíku stríði