Föstudagur 15. ágúst Vikuskammtur: Vika 33 Í vikuskammt föstudaginn 15. ágúst mæta til Maríu Lilju þau Askur Hrafn Hannesson, aðgerðarsinni, Helga Ögmundar, mannfræðingur, María Pétursdóttir, myndlistarkona og Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. Þau fara yfir fréttir vikunnar sem voru meðal annars fundur Trump og Pútín, Gaza, Lax, plastmengun, biluð tæki á landspítala, bílastæði, ljósmyndir á Facebook, veggjalús, menning og allskonar fleira.