Samstöðin

Rauður raunveruleiki - Rússland og heimsvaldastefnan: Ungmennaráðstefna í Sochi

Episode Summary

Kristinn Hannesson kom til okkar í Rauðan raunveruleika áður en hann flaug út til þess að sækja alþjóðlega ungmennaráðstefnu í Rússlandi. „World youth festival”. Hátíðina munu um 20.000 ungmenni sækja, víðsvegar að úr heiminum. Í þættinum fjöllum við um ástæður þess að hann, ásamt annarri frá Íslandi, ákvað að fara og um sýn okkar á stríðið í Úkraínu, uppruna fasismans, um BRICS-þjóðirnar, undirokaða heiminn, heimsvaldastefnuna og þá brýnu þörf sem er fyrir alþjóðlegu samstarfi á jafningjagrundvelli, fyrir friðsamlegri framþróun, samvinnu og raunverulegum alþjóðalögum Finnið heimildarskrá þáttarins á Youtube