„Stjórnmálaskóli Sósíalistaskólans fór í gang á laugardeginum í síðustu viku! Þar fræðumst við um sósíalisma. Í þættinum munum við fjalla um tilgang og nytsemi menntunar í baráttunni fyrir réttlæti og jöfnuði. Til okkar koma Sara Stef Hildardóttir og Viðar Þorsteinsson en þau hafa ásamt Karli Héðni Kristjánssyni skipulagt skólann. Einnig fáum við til okkar Önnu Björk Einarsdóttir, en hún var fyrsti gestafyrirlesarinn hjá okkur í Stjórnmálaskólanum. Hún var með erindi um öreiga hugtakið og meiningu þess frá Marx.“