Samstöðin

Þriðjudagur 30. september - Tilboð Trumps, Húsavík, loftlagsmál, dauðinn og sjóari sem málar

Episode Summary

Þriðjudagur 30. september Tilboð Trumps, Húsavík, loftlagsmál, dauðinn og sjóari sem málar Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur fer yfir tilboð Trump og Netanjahú um framtíð Gaza, forsögu þessa tilboðs sem byggt er á kröfum Ísraelsstjórnar, möguleika þess að það nái fram að ganga og viðbrögð stjórnvalda í Evrópu og í arabaríkjunum. Alvarlegt ástand gæti skapast á Húsavík eftir fall kísilvers PCC á Bakka. Einkennilegt andvaraleysi einkennir samtímann gagnvart dreifðum byggðum í landinu, segir Aðalsteinn Árni Baldursson, verkalýðsforingi á Húsavík í samtali við Björn Þorláks. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar hjá HÍ og Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofunni ræða stöðu loftslagsmála, hvernig Ísland gæti bætt sig, losun og áhrif orðræðu í BNA þar sem Trump bannar viðurkennd hugtök tengd loftslagsmálum. Björn Þorláks ræðir við þau. Kristján Hreinsson, skerjafjarðarskáld ræðir nýja bók við Maríu Lilju. Bókin sem heitir: Einfaldar útfarir - allir velkomnir, Deyjandi hefðir fyrir lifandi fólk. Ingi Þór Hafdísarson stýrimaður, hárgeiðslumaður og listmálari ræðir við Gunnar Smára og sjómennsku, karlmennsku, uppreisnir og margt annað.