Þriðjudagur 5. ágúst Utanríkismál, leyniþjónusta, líðan barna, heimsmálin og rauði þráðurinn Stefán Pálsson sagnfræðingur og hernaðarandstæðingur og Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, skiptast á skoðunum um utanríkismál og stöðu Íslands. Þeir ræða líka kjarnorkuvána sem virðist nær okkur en um áratuga skeið. Björn Þorláks stjórnar umræðunni. Helen Ólafsdóttir öryggis- og þróunarsérfræðingur ræðir hugmyndir um leyniþjónustu Íslands og hverjar eru helstar öryggisógnir í íslensku samfélagi. Björn Hjálmarsson barnageðlæknir ræðir um líðan barna í samtímanum og hvað má gera til að auka öryggi þeirra og sjálfsmynd. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir um breytta heimsmynd út frá sjónarhóli lítilla ríkja á tímum fjölpóla heims. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur ræðir um vinstrið í okkar heimshluta og nýja vinstri flokkinn í Bretlandi.