Miðvikudagur 5. febrúar Sósíalísk stjórnarandstaða - 3. þáttur Í þættinum í kvöld fáum við til okkar Kjartan Þór Ingason, verkefnastjóra hjá Réttindasamtökum ÖBÍ, og Maríu Pétursdóttur, formann húsnæðishóps ÖBÍ. Þau eru höfundar skýrslu um húsnæðismál fatlaðs fólks, sem kom út í nóvember árið 2023. Stiklað verður á stóru um stöðu fatlaðs fólks á húsnæðismarkaðnum og hvers má vænta af nýrri ríkisstjórn í málaflokknum þegar litið er til nýútgefinnar málefnaskrár hennar.