Samstöðin

Sunnudagurinn 19. október Synir Egils: Pólitík, skautun, leikskólar, okur, vopnahlé og verkfall

Episode Summary

Sunnudagurinn 19. október Synir Egils: Pólitík, skautun, leikskólar, okur, vopnahlé og verkfall Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Eiríkur Örn Norðdahl skáld og rithöfundur, Drífa Snædal talskona Stígamóta og Lára Zulima Ómarsdóttir almannatengill og ræða fréttir vikunnar og stöðu samfélagsins, hér heima og erlendis. Síðan koma þau, Ásta Lóa Þórsdóttir þingkona, Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Róbert Marshall aðstoðarmaður borgarstjóra og velta fyrir stöðunni í stjórnmálunum og þeim verkefnum sem þar eru óleyst. Í lokin taka þeir bræður púlsinn á pólitíkinni.